Poppmenningarráðstefnan 90s-con var haldin um síðustu helgi í Hartförd, Connecticut og er hún fyrsta sinnar tegundar. Þangað mættu mörg kunnugleg andlit sem glöddu gesti og gangandi og tóku meðal annars þátt í pallborðsumræðum um þekktustu tónlist, þætti, fatnað og skemmtiefni tíunda áratugarins.
„90s-con er ekki bara skemmtilegt fyrir aðdáendurna það er líka gaman fyrir mig að hitta alla gömlu vina mína á ný?“ skrifaði, Melissa Joan Hart, sem margir þekkja sem Sabrinu úr vinsælu unglingaseríunni Sabrina The Teenage Witch á Instagram. Hana lét sig ekki vanta á ráðstefnuna og mætti ásamt meðleikurum sínum úr þáttunum.
Á ráðstefnunni mátti einnig sjá stjörnur úr þáttunum Saved By The Bell, Beverly Hills og Charmed, kvikmyndunum Clueless og Hocus Pocus og úr strákasveitunum N'sync og 98 Degrees.
„Mér finnst ég ekki ýkja þegar ég segi að þetta hafi verið einn besti dagur lífs míns,“ sagði einn spenntur gestur ráðstefnunnar.