Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovison, er komin niður í 24. sæti í spám veðbanka fyrir keppnina. Fellur hún niður um tvö sæti á milli daga.
Hæst hefur Diljá komist í 21. sæti eftir að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins í byrjun mars.
Þá er Ísland í 14. sæti í spám veðbanka fyrir seinna undankvöld keppninnar sem fram fer 11. maí næstkomandi.
Líkt og mbl.is fjallaði um í gær ber spám ekki saman um hvort Ísland komist áfram á úrslitakvöld keppninnar. Miðað við spá fyrir heildarúrslit kemst Diljá áfram, en ekki miðað við spár fyrir undankvöldið.