Nú liggur ljóst fyrir að Diljá Pétursdóttir með lagið Power, framlag Íslendinga til Eurovision, verður sjöundi keppandinn til að stíga á svið þegar seinni leggur undanúrslita Eurovision fer fram 11. maí í Liverpool á Englandi.
Þetta kemur fram í færslu frá Eurovision á Instagram.
Atriði Danmerkur opnar þá keppnina en atriði Ástralíu lokar henni og er númer sextán í röðinni. Diljá hefur farið upp og niður í spám veðbanka síðustu vikur en þeim ber þó ekki öllum saman um hvar söngkonan kraftmikla mun enda.