„Nýr fjölskyldumeðlimur mættur og heitir Snorri“

Fjölskylda Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, stækkaði á dögunum.
Fjölskylda Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, stækkaði á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskylda Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, stækkaði á dögunum þegar Snorri litli bættist í hópinn. 

„Nýr fjölskyldumeðlimur mættur og heitir Snorri! Hann er yndislegur í alla staði en ekki alveg tilbúinn í hlaupin strax og þá er það bara bakpokinn,“ skrifaði Lilja við fallega mynd af Snorra sem naut þess að kynnast náttúrufegurðinni í Fossvoginum. 

Ráðherrar sem elska hunda

Ráðherrarnir virðast elska besta vin mannsins alveg jafn mikið og við hin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, er til að mynda með myndarlegan hóp hunda af tegundinni Golden Retriver sem eiga ekki í erfiðleikum með að bræða alla í kringum sig. 

Í september árið 2021 kvaddi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hundinn Bó sem var franskur bolabítur, með miklum söknuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir