Beyoncé og Adidas skilja að skiptum

Samstarfi Beyoncé og Adidas er lokið.
Samstarfi Beyoncé og Adidas er lokið. Samsett mynd

Beyoncé hefur hætt samstarfi sínu við þýska íþróttavörurisann Adidas. Í samstarfi við Adidas hefur hún hannað föt undir merkinu Ivy Park.

Samstarfið hófst árið 2019, en áður hafði Beyoncé hleypt merkinu Ivy Park af stokkunum í samstarfi við Topshop árið 2016.

Gefnar hafa verið út þrjár fatalínur undir nafni Ivy Park á meðan samstarfinu hefur staðið, sem samanstóðu allar af bæði fatnaði og skóm. 

Vonast var til þess að fatalínan næði sömu útbreiðslu og Yeezy-fatalína Kanye West, en Adidas sagði upp samningi sínum við West í október 2022 eftir andgyðingleg ummæli West. Salan á línunni stóð þó ekki undir væntingum. 

Áætlað var að samningurinn myndi vera í gildi út árið 2023 en samkvæmt The Hollywood Reporter var ákvörðunin tekin í sameiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir