Edda Falak biðst afsökunar á missögn

Frosti Logason og Edda Falak á samsettri mynd.
Frosti Logason og Edda Falak á samsettri mynd. Ljósmynd/Samsett

Edda Falak hef­ur viður­kennt að hafa í viðtöl­um fyr­ir tveim­ur árum ekki greint rétt frá stöðu sinni gagn­vart til­tekn­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um þegar hún bjó í Dan­mörku og stundaði nám við Copen­hagen Bus­iness School árin áður. Biðst hún af­sök­un­ar á mis­sögn­inni.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Heim­ild­ar­inn­ar vegna um­fjöll­un­ar um opið bréf Frosta Loga­son­ar.

Fram kem­ur að vegna starfa henn­ar fyr­ir Heim­ild­ina hafi hvorki bak­grunn­ur henn­ar í fjár­mál­um, nám, náms­gráða, né mögu­leg störf haft nokk­ur áhrif á hlut­verk henn­ar eða ákv­arðanir því tengd­ar af hálfu rit­stjórn­ar Heim­ild­ar­inn­ar.

Einnig kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni að lög­fræðing­ur á veg­um Frosta hafi und­an­farið verið í sam­skipt­um við heim­ild­ina og lagt fram kröf­ur í tengsl­um við frá­sögn fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu hans af skrif­leg­um hót­un­um hans í henn­ar garð.

„Í svari við um­fjöll­un­un­um um marg­vís­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar Frosta um Eddu skal tekið fram að á und­an­förn­um mánuðum hef­ur hún mátt þola ít­rekaðar til­raun­ir til þögg­un­ar, þar sem hún hef­ur meðal ann­ars verið dreg­in fyr­ir dóm­stóla vegna starfa sinna. Allt hef­ur þetta lagst þungt á hana,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

„Yf­ir­lýs­ing vegna um­fjöll­un­ar um opið bréf Frosta Loga­son­ar

Vegna starfa og dag­skrár­gerðar Eddu Falak fyr­ir Heim­ild­ina er rétt að taka fram að bak­grunn­ur í fjár­mál­um, hvorki nám, náms­gráða né mögu­leg störf, hafði ekki nokk­ur áhrif á hlut­verk henn­ar eða ákv­arðanir því tengd­ar af hálfu rit­stjórn­ar Heim­ild­ar­inn­ar.

Frá því að hún hóf störf á rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur verið fylgt rit­stjórn­ar­stefnu og starfs­regl­um Heim­ild­ar­inn­ar. Rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar trygg­ir og ber ábyrgð á að starfs­fólk rit­stjórn­ar fylgi regl­um um vinnu­brögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hef­ur borið skugga þar á.

Edda hef­ur miðlað því til rit­stjórn­ar að hún hafi í viðtöl­um fyr­ir tveim­ur árum ekki lýst með rétt­um hætti stöðu sinni gagn­vart til­tekn­um fyr­ir­tækj­um á sviði fjár­mála þegar hún bjó í Dan­mörku og stundaði nám við Copen­hagen Bus­iness School árin áður. Hún biðst vel­v­irðing­ar á mis­sögn­inni.

Ráðandi þátt­ur í ákvörðun for­svars­fólks Heim­ild­ar­inn­ar um sam­starf í síðasta mánuði var hins veg­ar auðsýnd­ur fer­ill Eddu sem viðkem­ur því að veita þolend­um rödd og rými til að deila reynslu sinni, í mál­um sem hafa sam­fé­lags­legt mik­il­vægi og sýna gjarn­an fram á bresti í kerf­um sem verja ættu viðkom­andi. Í störf­um með Heim­ild­inni er unnið eft­ir verklagi sem fel­ur meðal ann­ars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtæk­um áhrif­um of­beld­is á fólk sem á sér gjarn­an eng­an mál­svara.

Vegna um­fjall­ana hlaðvarp­s­tjórn­and­ans Frosta Loga­son­ar um Eddu og op­ins bréfs hans til Heim­ild­ar­inn­ar, sem hef­ur verið til um­fjöll­un­ar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lög­fræðing­ur á veg­um Frosta hef­ur und­an­farið verið í sam­skipt­um við Heim­ild­ina og lagt fram kröf­ur í tengsl­um við frá­sögn fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu hans af skrif­leg­um hót­un­um hans í henn­ar garð, en frá­sögn henn­ar, studd gögn­um, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra.

Í svari við um­fjöll­un­un­um um marg­vís­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar Frosta um Eddu skal tekið fram að á und­an­förn­um mánuðum hef­ur hún mátt þola ít­rekaðar til­raun­ir til þögg­un­ar, þar sem hún hef­ur meðal ann­ars verið dreg­in fyr­ir dóm­stóla vegna starfa sinna. Allt hef­ur þetta lagst þungt á hana.

Ann­ar þátt­ur Eddu hjá Heim­ild­inni, sem er að fullu leyti frá­geng­inn, er vænt­an­leg­ur í kom­andi viku.

Fyr­ir hönd Heim­ild­ar­inn­ar,

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir og Þórður Snær Júlí­us­son rit­stjór­ar, Jón Trausti Reyn­is­son fram­kvæmda­stjóri og Edda Falak blaðamaður.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í stað þess að hika, skaltu taka ákvarðanir og standa við þær. Vinir þínir sýna þér hlýju og þú sérð að hamingjan felst í því að kunna að meta það sem við eigum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son