Gagnrýnir hatur og hótanir í garð Hailey Bieber

Selena Gomez og Hailey Bieber hafa verið á allra vörum …
Selena Gomez og Hailey Bieber hafa verið á allra vörum síðustu vikur. Samsett mynd

Leik- og söngkonan Selena Gomez hefur beðið aðdáendur sína um að hætta að senda líflátshótanir og ljót skilaboð á fyrirsætuna Hailey Bieber. 

„Hailey Bieber hafði samband við mig og lét mig vita að henni hafi verið hótað lífláti og fengið hatursfull og neikvæð skilaboð,“ skrifaði Gomez á Instagram-reikning sinn og bætti við að enginn ætti að upplifa hatur né einelti. 

„Ég hef alltaf talað fyrir góðvild og vil virkilega að þetta hætti alltsaman,“ skrifaði hún að lokum. 

Skilaboð sem Selena Gomez setti á Instagram-reikning sinn.
Skilaboð sem Selena Gomez setti á Instagram-reikning sinn. Skjáskot/Instagram

Sakaðar um að leggja Gomez í einelti

Bieber fór að berast hótanir eftir að hún og Kylie Jenner voru sakaðar um að leggja Gomez í einelti í gegnum Instagram. Í kjölfarið fór internetið gjörsamlega á hliðina.

Gomez hefur hlotið mikinn stuðning frá aðdáendum sínum sem urðu í síðustu viku 400 milljónir talsins, en hún varð fyrsta konan til þess að fá yfir 400 milljón fylgjendur á Instagram. Þá hefur fylgjendum Bieber og Jenner fækkað töluvert og þær hlotið mikla gagnrýni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar