Ingvar E. Sigurðsson hlaut í kvöld dönsku Bodil-verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Volaða land.
Bodil-verðlaunin eru þau elstu sinnar tegundar í Danmörku og eru afhent á vegum samtaka kvikmyndagagnrýnenda þar í landi.
Hlynur Pálmason leikstýrði myndinni og skrifaði sömuleiðis handritið að henni.
Volaða land var ein besta kvikmynd síðasta árs, að mati kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins, Jónu Grétu Hilmarsdóttur.