Orðrómur um rómantík milli Selenu Gomez og Zayn Malik hefur yfirtekið samfélagsmiðla eftir að sást til þeirra á stefnumóti í New York-borg á dögunum.
Klarissa Garcia, gestgjafi á veitingastað á Manhattan sem fræga fólkið elskar, segir samstarfskonu sína hafa orðið vitni af kvöldverðinum. Hún birti TikTok-myndskeið um stefnumótið sem hefur gert allt vitlaust.
Að sögn Garcia gengu Gomez og Malik inn á veitingastaðinn hönd í hönd. Þau sátu á borði sem staðsett var á miðjum veitingastaðnum og deildu ófáum kossum yfir kvöldmatnum. Þá eru þau sögð hafa verið þar í rúmlega tvær klukkustundir áður en þau héldu út.
Aðdáendur þeirra ráku svo upp stór augu þegar þau sáu að Gomez og Malik væru byrjuð að fylgja hvort öðru á Instagram.