Backstreet Boys-söngvarinn AJ McLean og eiginkona hans, Rochelle McLean, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir 11 ára hjónaband. Þau sjá þó fram á þann möguleika að sameinast aftur í framtíðinni.
Fyrrverandi hjónin sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem birtist á Page Six. „Hjónaband er erfitt en þess virði. Við höfum gagnkvæmt ákveðið að skilja, tímabundið til þess að vinna í okkur sjálfum og hjónabandi okkar í þeirri von um að byggja upp sterkari framtíð.“
„Planið er að taka aftur saman og halda áfram að hlúa ástinni sem við berum til hvers annars og fjölskyldu okkar. Við biðjum um að okkur sé veitt ró og næði á þessum tíma.“
AJ og Rochelle kynntust árið 2008 þegar hún var að vinna sem þjónustustúlka á veitingastað í Los Angeles. Þau fóru á fyrsta stefnumótið ári seinna og giftu sig í síðla árs 2011. Parið á saman tvær dætur, Ellliot, tíu ára og Lyric, sex ára.