Nýverið hafa heldur óhefðbundnar myndir af Frans páfa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sést ganga um í hönnunarúlpum frá Balenciaga og Moncler.
Myndirnar eru hins vegar ekki raunverulegar ljósmyndir heldur voru þær búnar til af gervigreind. Blaðamaður Buzz Feed News hafði samband við manninn á bak við myndirnar.
SCOOP: I spoke to the guy behind Balenciaga Pope for @BuzzFeedNews, who was (a) tripping on shrooms when he made the image and (b) thinks it means we should regulate AI https://t.co/mnK3gm17iW
— Chris Stokel-Walker ~ @stokel@infosec.exchange (@stokel) March 27, 2023
Pablo Xavier er 31 árs smiður frá Chicago. Hann segist hafa verið á ofskynjunarsveppum þegar hann bjó myndirnar til í síðustu viku. Hann setti myndirnar í lokaðan Facebook hóp sem heitir AI Art Universe og síðan á Reddit.
Honum var brugðið þegar myndirnar fóru í dreifingu á netinu og segist ekki hafa skapað myndirnar af illvilja í garð páfans. „Mér fannst bara fyndið að sjá páfann í fyndnum jakka.“
Fólk rak sannarlega upp stór augu þegar það sá myndirnar, enda virtust þær afar raunverulegar. Þær hafa blekkt fjölmarga og hefur könnun sem sett var í loftið á Twitter leitt í ljós að nær helmingur notenda hélt að myndirnar væru raunverulegar.
:
— Hank Green (@hankgreen) March 26, 2023