Sunna Ben Guðrúnardóttir, betur þekkt sem Dj Sunna Ben, hefur verið ráðin samfélagsmiðlafulltrúi tónlistar- og ráðstefnuhúss, Hörpu.
Um er að ræða nýju stöðu innan markaðsdeildar og mun Sunna því starfa náið með markaðs- og kynningarstjóra Hörpunnar, Hildi Ottesen Hauksdóttur.
Sunna hefur víðtæka reynslu þegar kemur að heimi samfélagsmiðla. Hún starfaði sem samfélagsmiðlafulltrúi fyrir Vegan búðina og sem samfélagsmiðlaráðgjafi hjá bæði TVIST–auglýsingastofu og Hugsmiðjunni.