Hljóðbókaunnendur fagna með Hugleiki í kvöld

Íslensku hljóbókaverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í …
Íslensku hljóbókaverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Í kvöld verða íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, veitt í fjórða sinn í Hörpu. Hugleikur Dagsson verður kynnir verðlaunahátíðarinnar sem er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka ársins.

Alls voru 30 hljóðbækur tilnefndar í sex mismunandi flokkum, en þeir eru barna- og ungmennabækur, glæpasögur, skáldsögur, óskáldað efni, ljúflestur og hljóðseríur. Auk þess sem veitt verða sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag eða framúrskarandi verk á sviði hljóðbóka.

Yfir 80% hlustunar og lesturs á íslensku

Í ár verða í fyrsta sinn veitt sérstök verðlaun fyrir hljóðseríu ársins sem eru sögur í nokkrum hlutum. Þar spilar hljóðheimurinn stórt hlutverk og í sumum verkum eru einnig leiklesnar senur og frumsamin tónlist. 

Að sögn Lísu Bjarkar Óskarsdóttur, framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi, er ánægjulegt að sjá að bæst hafi í flóru tilnefndra útgefenda. 

„Útgefendur á Íslandi eru í auknum mæli að framleiða hljóðbækur sem er mikið ánægjuefni fyrir íslenska  hlustendur. Í fyrra komu út um 300 hljóðbækur og 200 rafbækur á íslensku hjá Storytel. Hlustendur Storytel á Íslandi hafa aðgang að þúsundum bóka á fimm tungumálum, en yfir 80% hlustunar og lesturs er á íslensku,“ segir Lísa. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson