Í kynlífssenu með eiginkonu leikstjórans

Leikarinn Keanu Reeves lenti í heldur vandræðanlegu atviki árið 2015.
Leikarinn Keanu Reeves lenti í heldur vandræðanlegu atviki árið 2015. AFP

Stórleikarinn Keanu Reeves rifjaði upp vandræðalegt augnablik þegar hann var gestur í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live nú á dögunum. Hann sagði frá því þegar hann þurfti að taka upp kynlífssenu með eiginkonu leikstjóra kvikmyndarinnar Knock Knock, leikkonunni Lorenzu Izzo sem var á þeim tíma gift leikstjóranum Eli Roth.

Leikarinn segir atvikið hafa átt sér stað árið 2015. „Roth skapaði þægilegt og traust andrúmsloft á æfingatímabilinu en ég þurfti samt að vera nakinn og líkja eftir ... ,“ sagði Reeves kaldhæðnislegum tóni við þáttastjórnandann Jimmy Kimmel sem hló mikið. 

„Ég var ekki gaurinn sem sagði: „Hey Roth, konan þín er heit. Ég get ekki beðið eftir þessari kynlífssenu, Lorenza lítur svo vel út í dag“,“ bætti hann við og breytti raddtóni sínum til þess að túlka betur það sem hann var að segja. 

Reeves endaði þessa umræða á því að þakka Roth og framleiðendum myndarinnar fyrir stuðninginn á þessu óþægilega sem og vandræðalega augnabliki. Enda hefur hann margsannað að hann sé indælasti maðurinn í Hollywood. 

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup