Leikkonan Gwyneth Paltrow hafði betur í dómsmáli fyrrverandi sjóntækjasérfræðingsins Terry Sanderson gegn sér. Kviðdómur í Utah í Bandaríkjunum komst einróma að þessari niðurstöðu í dag.
Sanderson sakaði Paltrow um að hafa klesst á sig og skíðað burt, án þess að hjálpa sér, á Deer Valley-skíðasvæðinu árið 2016.
Kviðdómurinn komst að því að Sanderson bæri ábyrgð á slysinu. Fær Paltrow einn bandaríkjadal í bætur, eins og hún hafði beðið um.