Segir skilið við Charles Saatchi

Trinny Woodall er þekkt úr bresku sjónvarpi fyrir að gefa …
Trinny Woodall er þekkt úr bresku sjónvarpi fyrir að gefa góð ráð hvað tísku og útlit varðar. Skjáskot/Instagram

Fjöl­miðlakon­an Trinny Woodall hef­ur sagt skilið við kær­asta sinn til tíu ára, auðmann­inn Char­les Sa­atchi. Tutt­ugu ára ald­urs­mun­ur var á par­inu. Woodall er 59 ára en Sa­atchi er 79 ára en heim­ild­ir herma að það hafi þótt helst til mik­ill ald­urs­mun­ur.

„Henni er mjög létt. Hún hlakk­ar til framtíðar­inn­ar og er mjög já­kvæð,“ seg­ir vin­ur Woodall sem flutt er út af heim­il­inu sem þau deildu.

„Char­les vildi lifa ró­legu lífi og vera heima á kvöld­in en Trinny finnst hún vera í sínu besta formi og vildi ekki hægja á sér.“

Sa­atchi og Woodall byrjuðu sam­an stuttu eft­ir að hann hætti með stjörnu­kokk­in­um Nig­ellu Law­son. Það sam­bands­slit rataði í heim­spress­una eft­ir að hann sást taka hana hálstaki meðan þau snæddu há­deg­is­verð úti und­ir ber­um himni í Ma­yf­a­ir.

Hann hélt því fram að hann hafi verið að hjálpa henni að halda at­hygli. Hún hafði séð barna­vagn og farið að tala um hversu mjög hún hlakkaði til þess að verða amma. Það umræðuefni hafi svo orðið að rifr­ildi þeirra á milli.

Law­son sagði síðar að hann hafi sagt henni að hann væri sá eini sem hún ætti að veita at­hygli og að hann hafi svo sagt öll­um að hann hafi verið að fjar­lægja kókaín úr nös­un­um á henni.

Sa­atchi er auðmaður og þekkt­ast­ur fyr­ir að safna lista­verk­um. Woodall hef­ur hins veg­ar haslað sér völl með fram­leiðslu á eig­in snyrti­vör­um sem hef­ur gengið vel.

Auðmaðurinn Charles Saatchi er 79 ára og vill vera heima …
Auðmaður­inn Char­les Sa­atchi er 79 ára og vill vera heima á kvöld­in. LEON NEAL
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sérhver er blindur í eigin sök. Beittu kímninni því gamanið er allra meina bót.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka