Segir skilið við Charles Saatchi

Trinny Woodall er þekkt úr bresku sjónvarpi fyrir að gefa …
Trinny Woodall er þekkt úr bresku sjónvarpi fyrir að gefa góð ráð hvað tísku og útlit varðar. Skjáskot/Instagram

Fjölmiðlakonan Trinny Woodall hefur sagt skilið við kærasta sinn til tíu ára, auðmanninn Charles Saatchi. Tuttugu ára aldursmunur var á parinu. Woodall er 59 ára en Saatchi er 79 ára en heimildir herma að það hafi þótt helst til mikill aldursmunur.

„Henni er mjög létt. Hún hlakkar til framtíðarinnar og er mjög jákvæð,“ segir vinur Woodall sem flutt er út af heimilinu sem þau deildu.

„Charles vildi lifa rólegu lífi og vera heima á kvöldin en Trinny finnst hún vera í sínu besta formi og vildi ekki hægja á sér.“

Saatchi og Woodall byrjuðu saman stuttu eftir að hann hætti með stjörnukokkinum Nigellu Lawson. Það sambandsslit rataði í heimspressuna eftir að hann sást taka hana hálstaki meðan þau snæddu hádegisverð úti undir berum himni í Mayfair.

Hann hélt því fram að hann hafi verið að hjálpa henni að halda athygli. Hún hafði séð barnavagn og farið að tala um hversu mjög hún hlakkaði til þess að verða amma. Það umræðuefni hafi svo orðið að rifrildi þeirra á milli.

Lawson sagði síðar að hann hafi sagt henni að hann væri sá eini sem hún ætti að veita athygli og að hann hafi svo sagt öllum að hann hafi verið að fjarlægja kókaín úr nösunum á henni.

Saatchi er auðmaður og þekktastur fyrir að safna listaverkum. Woodall hefur hins vegar haslað sér völl með framleiðslu á eigin snyrtivörum sem hefur gengið vel.

Auðmaðurinn Charles Saatchi er 79 ára og vill vera heima …
Auðmaðurinn Charles Saatchi er 79 ára og vill vera heima á kvöldin. LEON NEAL
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson