Hjálpaði börnum eftir skotárás í skóla

Melissa Joan Hart, fyrrum barnastjarna úr Sabrina the Teenage Witch.
Melissa Joan Hart, fyrrum barnastjarna úr Sabrina the Teenage Witch. Samsett mynd

Barnastjarnan Melissa Joan Hart hjálpaði börnum að flýja eftir skotárás í skóla í Nashville, Bandaríkjunum. Hart lýsti atburðinum á Instagram-síðu sinni daginn eftir árásina.

Börn Hart ganga í skóla í næsta nágrenni við Nashville's Covenant School, þar sem árásin átti sér stað. Aðstoðaði hún hóp leikskólabarna að komast yfir fjölfarna umferðargötu er þau flúðu vettvang árásarinnar. 

Hart segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem fjölskylda hennar sé í návígi við skotárás í skóla en áður bjuggu þau nálægt Sandy Hook-skólanum í Connecticut, þar sem mannskæð skotárás átti sér stað árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar