Barnastjarnan Melissa Joan Hart hjálpaði börnum að flýja eftir skotárás í skóla í Nashville, Bandaríkjunum. Hart lýsti atburðinum á Instagram-síðu sinni daginn eftir árásina.
Börn Hart ganga í skóla í næsta nágrenni við Nashville's Covenant School, þar sem árásin átti sér stað. Aðstoðaði hún hóp leikskólabarna að komast yfir fjölfarna umferðargötu er þau flúðu vettvang árásarinnar.
Hart segir einnig að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem fjölskylda hennar sé í návígi við skotárás í skóla en áður bjuggu þau nálægt Sandy Hook-skólanum í Connecticut, þar sem mannskæð skotárás átti sér stað árið 2012.