Karl Bretakonungur hitti þýsku hljómsveitina Lord of the Lost í Hamborg en sveitin flytur framlag Þýskalands í Eurovision í ár. Sveitin hefur vakið nokkra athygli fyrir ögrandi búninga og framkomu og hún flytur lagið „Blood and Glitter“ í Liverpool í maí.
Karl Bretakonungur er í opinberri heimsókn í Þýskalandi ásamt eiginkonu sinni, Camillu hertogaynju af Cornwall. Hittu þau hljómsveitina á viðburði á vegum breska sendiráðsins í Hamborg, en meðlimir Lord of the Lost eru einmitt frá þeirri borg.
Zwei Edelfans haben Lord Of The Lost schon hinzugewonnen! 🤩 Beim Empfang der britischen Botschaft in Hamburg schüttelten unsere ESC-Teilnehmer die Hände von König Charles III. und seiner Frau Camilla. 👑https://t.co/1cRhjBepSD#ESC #Eurovision pic.twitter.com/CCqPPpqAfL
— ESC Deutschland (@eurovisionde) March 31, 2023