Hljómsveitin Fókus bar sigur úr bítum í Músíktilraunum en úrslitakvöld keppninnar fór fram í gærkvöldi. Annað sætið hreppti TORFI og þriðja sætið hlaut Dóra & Döðlurnar. Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Marsipan titilinn Hljómsveit fólksins.
Í ár var einnig kynntur til sögunnar nýr verðlaunaflokkur sem ber titilinn Höfundaverðlaun FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) og var það hljómsveitin Dóra & Döðlurnar sem hlaut þann heiður fyrir lagið „Á gatnamótum“ og fékk 200.000 krónur í styrk.
Þá hlutu eftirtalin einstaklingsverðlaun:
Söngur: Alexandra Hernandez/Amylee Trindade - Fókus
Bassi: Jón Ragnar Einarsson – Sigurlilja/Guttarnir
Hljómborð: Anna Lára Grétarsdóttir - Fókus
Gítar: Ásgeir Kjartansson - BKPM
Trommur: Þórarinn Þeyr Rúnarsson - Guttarnir
Rafheili: Óðal Hjarn – Einakróna/Emma
Höfundaverðlaun FTT: Dóra & Döðlurnar fyrir Á Gatnamótum
Íslenskir textar: Helgi Þorleifur Þórhallsson – Flyguy