Bandaríska leikkonan Anna Maria Chlumsky hóf leikaraferil sinn ung að aldri, en hún skaust á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Vada Sultenfudd í kvikmyndinni My Girl árið 1991, þá aðeins 11 ára gömul.
Framhald af kvikmyndinni, My Girl 2, kom svo út árið 1994 og vakti mikla lukku. Eftir það tók Chlumsky hlé frá leiklistinni til þess að fara í háskóla á árunum 1999 til 2005.
Chlumsky snéri svo aftur og fór með hlutverk í kvikmyndum á borð við Blood Car frá 2007 og In the Loop frá 2009. Hún fór svo með hlutverk Amy Brookheimer í sjónvarpsþáttunum Veep á HBO á árunum 2012 til 2019 og var tilnefnd til sex Emmy-verðlauna fyrir aukahlutverk í gamanþáttaröð.
Í október 2019 fór Chlumsky með aðalhlutverk í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Inventing Anna, ásamt leikkonunni Juliu Garner.
Í dag er Chlumsky orðin 42 ára gömul og hefur eðlilega breyst þó nokkuð í útliti frá því hún lék sitt fyrsta hlutverk fyrir 31 ári síðan.