Söngvurum í óperunni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu í fyrrakvöld. Þá sérstaklega söngkonunni Hye-Youn Lee, sem fór með aðalhlutverk Cio-Cio San í sýningunni.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir að allt frá frumsýningu hafi gestirlátið hrifningu sína í ljós.
„Fólk hefur sprottið á fætur með standandi lófataki og miklum fagnaðarlátum sem hafa varað lengi. Það er til merkis um hvað listamennirnir ná að skapa mikla töfra og hrífa áhorfendur með sér,“ segir hún.
Nær uppselt var á sýninguna en hvatt var til þess að hún yrði sniðgengin, m.a. vegna „menningarnáms“.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.