Fagna 15 ára brúðkaupsafmæli

Jay-Z og Beyoncé árið 2008.
Jay-Z og Beyoncé árið 2008. Ethan Miller

Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay-Z fögnuðu á dögunum kristalsbrúðkaupi, en 15 ár eru liðin frá því þau gengu í það heilaga. 

Hjónin giftu sig við leynilega athöfn hinn 4. apríl 2008 eftir rúmlega sex ára samband. Hjónin völdu dagsetninguna út frá sameiginlegri ást þeirra á tölunni fjórum.

Brúðkaupið fór fram í 1.254 fm þakíbúð Jay-Z í Manhattan og buðu þau aðeins 40 manns, þar á meðal voru stjörnur á borð við Kelly Rowland, Michelle Williams, Gwyneth Paltrow og Chris Martin.

„Þetta leit út eins og höll“ 

„Þetta var mjög tilfinningaþrungið brúðkaup – mikið grátið – og í raun mjög andlegt,“ sagði heimildarmaður People á sínum tíma. 

Brúðkaupið er sagt hafa verið sérlega glæsilegt. Blómasalinn Amy Vongpitaka flaug inn með 70 þúsund hvít blóm af brönugrasaætt frá Taílandi. „Þetta leit út eins og höll,“ sagði hann.

Á þessum tíma voru samfélagsmiðlar ekki jafn stórir og þeir eru í dag, en hjónin báðu gesti um að afhenda síma sína fyrir hátíðarhöldin. Árið 2017 gaf Beyoncé aðdáendum sínum innsýn í búðkaup þeirra og hjónaband í fyrsta sinn í tónlistarmyndbandinu Die with You. 

Á þeim 15 árum sem hjónin hafa verið saman hafa þau farið í tónleikaferðalög og gefið út tónlist saman og tekið á móti börnunum sínum þremur, dótturinni Blue Ivy sem er 11 ára og tvíburunum Rumi og Sir sem eru rúmlega 5 ára. 

Blue Ivy árið 2014 með mömmu sinni, Beyoncé, og föður, …
Blue Ivy árið 2014 með mömmu sinni, Beyoncé, og föður, Jay-Z. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar