Hætt með kærastanum

Hin 24 ára gamla Elle Fanning er einhleyp á ný.
Hin 24 ára gamla Elle Fanning er einhleyp á ný. AFP

Leikkonan Elle Fanning og leikarinn Max Minghella eru hætt saman. 

Fanning staðfesti að hún væri einhleyp í nýlegu viðtali við Harper's Baazar sem birtist síðastliðinn þriðjudag. Hún ætlar þó ekki að gefast upp á ástinni og bindur miklar vonir við framtíð sína, bæði hvað varðar ástina og leikaraferil sinn. 

„Ég trúi á ást við fyrstu sýn. Kallið mig brjálaða, en ég trúi á þessa hluti. Mér finnst það vera örlög mín,“ sagði leikkonan í viðtalinu og bætti við að henni fyndist frábært að eignast börn í framtíðinni. 

13 ára aldursmunur

Fanning og Minghella kynntust á tökustað kvikmyndarinnar Teen Spirit árið 2018. Minghella leikstýrði myndinni og Fanning fór með hlutverk Violet. Í kjölfarið fóru sögusagnir á flug um að þau væru að stinga saman nefjum, en þau sáust eyða þó nokkrum tíma saman í Lundúnum. 

Fyrrverandi parið hefur haldið sambandi sínu fjarri sviðsljósinu, en þau léku frumraun sína á rauða dreglinum á Met Gala árið 2019. Þá mættu þau einnig saman á frumsýningu Babylon í Los Angeles í desember síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar