Hættur við að giftast „síðustu“ konunni

Rupert Murdoch hætti við trúlofun sína með Ann Lesley Smith, …
Rupert Murdoch hætti við trúlofun sína með Ann Lesley Smith, sem hann sagði að yrði seinasta konan sín. AFP

Viðskiptajöfurinn Rupert Murdoch er hættur við að ganga í það heilaga með útvarpskonunni Ann Lesley Smith. Murdoch, sem er 92 ára, hafði áður sagt að Smith yrði seinasta eiginkona sín. Frá þessu greinir The Telegraph.

Ann Lesley Smith, sem er 66 ára að aldri, trúlofaðist Murdoch í mars og allt benti til þess að hún yrði fimmta og „síðasta“ eiginkona hans.

Evangelískar skoðanir hafi valdið sambandsslitunum

Að því er segir í tímaritinu Vanity Fair hafði Murdoch liðið „æ óþægilegar“ með strangtrúaðar evangelískar skoðanir unnustu sinnar, sem hún á að hafa talað opinskátt um.

Samkvæmt öðrum frásögnum var um „sameiginlega ákvörðun“ að ræða og á Smith meðal annars að hafa liðið illa með að vera svo mikið í sviðsljósinu.

Síðasta eiginkona Murdochs var fyrirsætan Jerry Hall en hún skildi við hann í ágúst á síðasta ári. Ekki leið nema rúmt hálft ár þar til Murdoch var kominn með nýja unnustu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir