Nanna gefur út nýtt lag

Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í …
Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag klukkan 16. Ljósmynd/Angela Ricciardi

Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag, miðvikudag, klukkan 16. 

Lagið verður að finna á væntanlegri sólóplötu hennar, How to Start a Garden, sem kemur út hinn 5. maí næstkomandi á vegum Republic Records. Það er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. „Ég samdi Disaster Master rétt áður en ég fór frá Íslandi til að taka upp í Dreamland Studios í New York,“ segir Nanna.

„Dreamland er hljóðver í gamalli kirkju. Hljómburðurinn í salnum er afskaplega fallegur og gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur. Lagið var nokkuð hrátt þegar ég mætti með það út en þegar ég deildi hugmyndum mínum með Josh þá urðum við strax mjög spennt yfir þeim möguleikum sem lagið bjó yfir,“ bætir hún við.

Sóló plata Nönnu, How to Starta Garden, er væntanleg hinn …
Sóló plata Nönnu, How to Starta Garden, er væntanleg hinn 5. maí næstkomandi.

„Strax fannst okkur eins og að áferðir, brass og hljómburðurinn í kirkjunni ættu að ráða ferð,“ segir Nanna og bætir við að lagið kalli á stór þemu á plötunni og sé ákveðið tilvísun til titillags hennar. „Textinn fjallar um að mæta ringulreiðinni opnum örmum.“

Nanna fer á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar þar sem hún kemur meðal annars fram á Newport Folk Festival og Outside Lands-tónlistarhátíðinni í San Francisco. Þá ætlar hún einnig að koma fram á tvennum tónleikum á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar