Höfundur Catan-spilsins látinn

Klaus Teuber, höfundur Catan-borðspilsins, er látinn. Hann kom til Íslands …
Klaus Teuber, höfundur Catan-borðspilsins, er látinn. Hann kom til Íslands a.m.k. tvisvar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýski spilahönnuðurinn Klaus Teuber, sem þekktastur er fyrir að hafa búið til spilið Landnemarnir á Catan, er látinn, 70 ára að aldri.

Fjölskylda Teubers greindi frá andlátinu á heimasíðu Catan-spilsins á þriðjudaginn, og sögðu þau að hann hefði dáið 1. apríl eftir snögg og alvarleg veikindi. Óskaði fjölskyldan eftir svigrúmi til að kveðja hinn látna og syrgja í friði.

Borðspilið Catan hefur komið út á 40 tungumálum, þar á …
Borðspilið Catan hefur komið út á 40 tungumálum, þar á meðal íslensku. Af vef Wikipedia.

 Teuber stökk fyrst fram á sjónarsvið spilaheimsins með spili sínu Barbarossa und die Rätselmeister, sem kom út árið 1988, og fékk hin eftirsóttu þýsku spilaverðlaun Spiel des Jahres, eða spil ársins.

Næstu tvö spil Teubers, Adel Verpflichtet (1990) og Drunter & Drüber (1991) urðu einnig vinsæl og fengu þau einnig Spiel des Jahres-verðlaunin.

Langþekktastur varð Teuber þó fyrir spilið Die Siedler von Catan eða Landnemarnir á Catan, sem kom út árið 1995 og tryggði Teuber fjórðu Spiel des Jahres-verðlaun sín. Spilið, sem oftast er kallað Catan, varð eitt af vinsælustu spilum heims, og knúði áfram hálfgerða byltingu í vinsældum borðspila fyrir fullorðna.

Spilið ásamt aukapökkum þess hefur nú selst í rúmlega 32 milljónum eintaka víða um heim, og verið þýtt á 40 tungumál, þar á meðal íslensku.

Teuber sagði oftar en einu sinni frá því í viðtölum að landnám Íslands hefði verið eitt af því sem veitti honum innblástur að spilinu, en Teuber kom að minnsta kosti tvisvar til Íslands, fyrst árið 1969 með afa sínum, en þá var hann 17 ára gamall. Hann kom aftur stuttlega árið 2004, og ræddi þá stuttlega við blaðamann Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar