Kvikmyndabransinn kallaði á Einar löggu

Einar Haraldsson, fyrrverandi lögreglumaður, sem hefur haslað sér völl sem …
Einar Haraldsson, fyrrverandi lögreglumaður, sem hefur haslað sér völl sem aukaleikari í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum síðustu ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Leikstjórarnir hafa sagt að það sé gott að vinna með mér, ég þyki vera léttur og skemmtilegur. Svo hjálpar líka að ég er ágætur í enskunni. Sumir leikararnir kunna varla ensku, ég er oft bæði með mitt handrit og svo handrit annarra og er að kenna þeim,“ segir Einar Haraldsson, fyrrverandi lögreglumaður sem hefur haslað sér völl sem aukaleikari í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum síðustu ár.

Einar er 67 ára gamall og stóð á tímamótum fyrir fimm árum þegar hann lét af störfum hjá lögreglunni. Hann fór á leiklistarnámskeið hjá Sigrúnu Sól Ólafsdóttur og eftir það fór boltinn að rúlla.

„Þetta hefur gerst hratt enda finnst mér gaman að vera fyrir framan myndavélarnar. Ég fékk aukahlutverk í næstum öllum sjónvarpsseríum á Íslandi og eftir það varð ekki aftur snúið. Síðan datt mér í hug að leita til útlanda og athuga hvort ég fyndi mér umboðsmann sem gæti komið mér á framfæri. Ég fann einn góðan í Grikklandi og annan í Bandaríkjunum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir