Barnabarn Dolby vann við Óráð

Óráð er fyrsta bíómynd leikstjórans Arrós Stefánssonar í fullri lengd.
Óráð er fyrsta bíómynd leikstjórans Arrós Stefánssonar í fullri lengd. Ljósmynd/Aðsend

Hinn heimsþekkti hljóðhönnuður Justin Dolby sá um hljóðheiminn í bíómyndinni Óráð sem frumsýnd var sl. föstudag. Myndin er fyrsta bíómynd leikstjórans Arrós Stefánssonar í fullri lengd. Um hryllingsmynd er að ræða og því mikilvægt að tónlist og áhrifahljóð slái á rétta strengi áhorfenda og fái taugar þeirra til að þenjast til hins ítrasta.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Justin Dolby annast hljóð í íslenskri bíómynd í fullri lengd. Hann er meðal annars þekktur fyrir hljóðvinnslu í erlendu kvikmyndinni Tár sem kom út árið 2022 með Cate Blanchett í aðalhlutverki en myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna,” segir Arró sem er ungur að árum. Aðeins 35 ára.

Justin hefur getið sér gott orð fyrir hljóðvinnslu tónlistarmynda, m.a. um feril Eric Clapton og þá byltingu sem varð í tónlistinni árið 1971. Þá var Víetnamstríðið í algleymi og stjórnmál og samfélagsmál lituðu dægurtónlistina. Tónlistin sem breytti öllu er heiti myndarinnar en þar er m.a. fjallað um The Who, Arethu Franklin, John Lennon og Rolling Stones. Það var byltingarhugur í fólki og söngvar um ástir, frið og blóm hljóðnuðu.

Það kannast eflaust flestir við ættarnafn Justins en hann er barnabarn uppfinningamannsins, Ray Dolby, sem var bandarískur verkfræðingur og fann upp hljóðkerfið Dolby árið 1965.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar