Ekki hægt að fá allt

Sarah Ferguson þekkir hvernig það er að hætta að vera …
Sarah Ferguson þekkir hvernig það er að hætta að vera í bresku konungsfjölskyldunni líkt og Harry og Meghan.

Sara Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar Bretaprins, þekkir af eigin raun hvernig það er að hætta í bresku konungsfjölskyldunni. Hún segir að annaðhvort verði að fólk að vera inni eða úti en finnur til með Harry og Meghan. 

Ferguson, sem býr á sömu lóð og fyrrverandi eiginmaður hennar, gerðist rithöfundur. Hertogahjónin af York skildu árið 1996. „Þú getur ekki fengið hvort tveggja,“ segir Ferguson í viðtali við Independent. „Þú getur ekki setið á brúninni með annan fótinn inni og hinn úti. Þú ert annaðhvort inni eða úti. En ekki þá gráta yfir því að vera ekki boðið í brúðkaup. Þú ákveður að fara, farðu þá og lifðu lífinu.“

Ferguson á þar við hvernig það var fyrir hana að yfirgefa þessa frægustu konungsfjölskyldu í heimi. Það hljómar hins vegar eins og hún sé að tala um hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan. Þau sögðu skilið við fjölskylduna fyrir nokkrum árum og fluttu til Ameríku. Ferguson var spurð út í stöðu þeirra og mótvindinn sem þau hafa orðið fyrir í bresku pressunni. 

„Ég giftist inn í konungsfjölskylduna árið 1986 og það var mikill heiður en það fylgdi því líka álag að vera í sviðsljósinu. Ég átti erfitt með það um tíma og ég held að samfélagsmiðlar geri það örugglega erfiðara í dag,“ segir Ferguson sem virðist finna til með Harry. „Ég trúi ekki á að dæma fólk, ég myndi vilja biðja um aðeins meiri góðmennsku.“

Sarah og Andrés skildu 1996. Hér er Andrés prins ásamt …
Sarah og Andrés skildu 1996. Hér er Andrés prins ásamt dætrum sínum prinsessunum Eugenie af York og Beatrice af York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar