Bandaríski rapparinn Coolio lést af völdum ofskammts af verkjalyfinu fentanyl.
Coolio, sem hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr., var 59 ára gamall er hann lést í lok september á heimili vinar í Los Angeles. Hann var einna þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise sem kom út árið 1995.
Coolio þjáðist af hjartasjúkdóm og astma og hafði nýlega tekið ofskynjunarlyfið phencyclidine áður en hann lést að sögn réttarmeinafræðings í Los Angeles. Þá tók hann einnig ofskammt af fentanyl sem urðu dánarorsök rapparans.