Hvernig kemur kanína páskunum við?

Gleðilega páska!
Gleðilega páska! mbl.is/Shutterstock

Kanína hefur lengi verið ein helsta táknmynd páskanna á Vesturlöndum. Það virðist vera færast í aukanna hér á landi að myndir af kanínunum, eða hérum, skjóti upp kollinum með auglýsingum fyrir páskana, þó að páskaunginn sé líklega það fyrsta sem Íslendingar hugsa um þegar þeir heyra minnst á páska. 

En hvaðan kemur þessi tenging á milli páska og kanína? Það kann að hljóma furðulega að hátíð sem snýst um upprisu Jesú krists sé skreytt með myndum af krúttlegum kanínum.

Svarið felst í gyðjunni Eastre

Svarið við þessari spurningu er ekki ósvipað því sem á við um páskaungann. Páskaeggið og unginn eru í raun tákn yfir frjósemi og vor. Í fyrri tíð var gjarnan fastað yfir sjö vikna tímabil, frá öskudegi og fram að páskum. Egg voru meðal þess sem ekki var borðað á þeim tíma.

Voru egg því oft skreytt eða gefin að gjöf til fátækra. Hænur gera einnig margar hlé á varpi yfir háveturinn en byrja síðan aftur að verpa í kringum páskana. 

Að því sem fram kemur í grein Vísindavefsins um málið telja margir þjóðfræðingar að rekja megi tilkomu páskaeggja aftur til Germana til forna og siða tengdum gyðjunni Eastre sem var gyðja vorsins, morgunsins og endurfæðingarinnar. Sagan segir að Eastre hafi breytt uppáhalds gælufuglinum sínum í kanínu. Kanínan kom síðan börnum á óvart með því að færa þeim marglita egg að gjöf frá Eastre.

Páskakanínan er því í raun ekki tengd hinum kristna boðskap páskanna heldur á hún rætur að rekja til vorgyðjunnar Eastre, en er einnig tákn fyrir frjósemi og nýtt upphaf á sama máta og páskaeggið og páskaunginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar