„Sorglegt að fylgjast með umræðunni“

Emmsjé Gauti.
Emmsjé Gauti.

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir það vera sorglegt að fylgjast með umræðunni hér á landi um hælisleitendur og flóttafólk.

Þetta segir hann í samtali við Einar Bárðarson í hlaðvarpsþættinum Einmitt. 

Í fyrrasumar kvæntist Gauti Jovönu Schully. Þau áttu sitt hvort barnið fyrir og eiga saman eitt og Gauti vill fleiri. Jovana kom til Íslands með fjölskyldunni sinni árið 1996 þegar fjölskyldan hennar flúði stríðið í Króatíu. Þau settust fyrst að á Ísafirði og fluttu svo til Reykjavíkur fjórum árum seinna. Þar hittust Jovana og Gauti fyrst, í Breiðholtinu.

Gauti segir frá því hvernig fólkið sem tók á móti Jovönu og fjölskyldu hennar árið 1996 á Ísafirði sé hluti af fjölskyldu hennar enn þann dag í dag. „Hún kallar ömmuna í þeirra fjölskyldu ennþá ömmu sína og ég kalla hana líka ömmu mína”.

Þá bætir hann við. „Mér finnst sorglegt að fylgjast með umræðunni um hælisleitendur og flóttafólk og hvað fólk leyfir sér að vera heimskt.“

Hann segir að Jovana sé að kenna íslensku í Melaskóla. „Svo koma þessir helvítis útlendingar bara hingað og kenna börnunum okkur íslensku,” segir hann og skellihlær.

Gauti mætti í áheyrnarprufur í Idol stjörnuleit Stöðvar 2 árið 2005. Hann fékk hrós frá dómefndinni en hlaut ekki brautargengi inn í þáttinn. Einar, þá formaður dómnefndarinnar, hnykkti út með því að Gauti ætti að láta sjá sig eftir fermingu. Þar var Einar að gantast með það að dómnefndinni þótti Gauti heldur unglegur. Það sat eitthvað í unga listamanninum því sex árum seinna kom fyrsta plata Emmsjé Gauta út og þar sendi hann Einari pillu, í laginu Hemmi Gunn, um að hann væri feitur.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar