„Ef mér líður eitthvað illa þá hætti ég að drekka. Allavega eina helgi, stundum minna,“ segir Bassi Maraj um hugar að sinni geðheilsu. Bassi, auk fleiri annarra, tók þátt í nýju átaki Hugrúnar - geðfræðslufélags.
Átakið ber yfirskriftina „Tölum meira um geðheilsu“ og er markmið þess að vekja athygli á mikilvægi þess að tala opinskátt um geðheilsu. Vonin er sú að með tímanum verði eins eðlilegt að ræða um geðheilsu sína og það er að ræða líkamlega heilsu.
Hugrún var stofnað árið 2016 og er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum.
„Mér finnst mjög gott að fara í sund og að hreyfa mig á einhvern hátt, fara í göngutúr, út að hlaupa eða á æfingu. Það sem mér finnst mikilvægast er að halda góðum samskiptum við vini mína og fjölskyldu,“ segir Una Kolbeins markþjálfi um hvernig hún hugar að sinni geðheilsu.
Hugrún heldur úti vefnum Geðfræðsla.is og félagið má einnig finna á Instagram.
Kristófer Liljar hjá mbl.is framleiddi myndböndin í samstarfi við Hugrúnu - geðfræðslufélag.