Öllu var tjaldað til í Tjarnarsalnum í gærkvöldi þar sem Helgi Björnsson streymdi kvölddagskránni sinni „Páska-Helgi“.
Helgi, gestir hans og hljómsveitin voru prúðbúin í smóking fötum og síðkjólum.
Jón Jónsson, GDRN og Júníus Meyvant voru gestir Helga og léku þau á alls oddi. Kalli Selló tvíbókaði sig hinsvegar og var fjarri góðu gamni en hin sauðtryggi Addi Idol steig inn með stuttum fyrirvara og bjargaði kvöldinu.