Til að syngja saman en ekki drepa hver aðra

Felix Bergsson.
Felix Bergsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Eurovisi­on­keppn­in er sett upp sem friðar­tæki árið 1956 til þess að fá þjóðirn­ar til þess að syngja sam­an, en ekki drepa hver aðra,“ seg­ir Fel­ix Bergs­son í viðtali við Ein­ar Bárðar­son í hlaðvarpsþætt­in­um Ein­mitt.

Fel­ix er leik­ari, dag­skrár­gerðarmaður og far­ar­stjóri ís­lenska Eurovisi­on-hóps­ins. Í þætt­in­um ræða þeir um menn­ing­ar- og poppskrímslið Eurovisi­on frá öll­um mögu­leg­um hliðum.

Fyrsta ferð Fel­ix sem fjöl­miðlafull­trúi ís­lenska hóps­ins var árið 2016 með Vin­um Sjonna. „Þar var svo djúp teng­ing og erfitt að segja þessa sögu þarna. Hérna er maður sem dó, hérna eru vin­ir hans sem flytja lagið og hér ekkj­an hans. Þau voru æðis­leg og Eurovisi­on elskaði þessa menn,“ seg­ir Fel­ix.

Niður­læg­ing­ar­tíma­bilið 

Fel­ix seg­ir að 10. ára­tug­ur­inn hafi al­mennt verið tal­inn sá slak­asti þótt marg­ir Eurovisio-aðdá­end­ur séu því ósam­mála. „Þetta var írski tím­inn. Írar unnu 5 sinn­um á 10 árum. Það tók keppn­ina nokk­urn tíma að ná aft­ur vopn­um sín­um.“

Á sama tíma náðu Íslend­ing­ar þó góðum ár­angri með Stjórn­inni, Siggu Bein­teins og Selmu Björns.

„Leyf­ir þér að vera það sem þú ert“

Breyt­ing varð á Eurovisi­on 1997 eft­ir að Páll Óskar Hjálm­týs­son fór út og á sama tíma verða breyt­ing­ar í rétt­inda­mál­um sam­kyn­hneigðra á Íslandi. Ári seinna varð þetta stóra skref þegar ísra­elska trans­kon­an Dana In­ternati­onal vinn­ur Eurovisi­on.

„Töl­fræðinör­d­ar elska keppn­ina. Þau sem elska poppið og „showið“ og svo eru það „diplom­ati­on“, al­manna­tengsl­in og þver­hug­sjón­in. Hinseg­in-hóp­ur­inn hef­ur svo fundið ör­uggt rými þarna síðan í lok 10. ára­tug­ar­ins. Eurovisi­on leyf­ir þér að vera það sem þú ert,“ seg­ir Fel­ix.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant