Aftur byrjuð saman eftir meint framhjáhald

Megan Fox og Machine Gun Kelly eru aftur byrjuð saman.
Megan Fox og Machine Gun Kelly eru aftur byrjuð saman. AFP

Leikkonan Megan Fox og rapparinn Machine Gun Kelly eru aftur byrjuð saman eftir sögusagnir um meint framhjáhald.

Í febrúar síðastliðnum fóru sögusagnir um sambandsslit parsins á kreik eftir að Kelly var sakaður um að hafa haldið framhjá Fox með gítarleikaranum Sophie Lloyd. Í kjölfarið hætti Fox að fylgja Kelly á samfélagsmiðlum, eyddi öllum myndum nema einni af þeim saman og eyddi að lokum Instagram-reikningi sínum. 

Tengdari en nokkru sinni fyrr

Parið hefur nýverið snúið aftur til Los Angeles eftir að hafa verið í rómantísku fríi á Havaí. „Þau eru formlega byrjuð saman aftur eftir að hafa gengið í gegnum erfiðan part í sambandi sínu. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir þau bæði en þau fóru saman í frí til að bæta sambandið og það hefur virkað,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

„Þeim finnst þau vera tengdari en nokkru sinni fyrr,“ bætti heimildarmaðurinn við og tók fram að Fox telji rapparann vera „sálufélaga sinn“ og ætli því „aldrei að gefast upp á sambandinu“.

Fox og Kelly trúlofuðu sig í janúar 2022 og voru því í miklum brúðkaupshugleiðingum þegar sögusagnir um framhjáhald Kelly fóru á flug. Í mars greindi Us Weekly frá því að parið væri „í pásu“ en hefði þó enn haldið sambandi. 

Neitar framhjáhaldi

Þá hefur Fox þvertekið fyrir að þriðji aðili hafi komið upp á milli hennar og Kelly. „Það er enginn þriðji aðili búinn að vera í sambandi okkar. Hvorki manneskja, einhver að senda skilaboð, gervigreind eða djöflar,“ skrifaði Fox í færslu á Instagram sem hún hefur nú eytt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar