Birti nektarmynd og lenti í nettrölli

Halle Berry deildi nektarmynd af sér á Instagram og lenti …
Halle Berry deildi nektarmynd af sér á Instagram og lenti í nettrölli. Samsett mynd

Ekki löngu eftir að Hollywood-leikkonan Halle Berry deildi nektarmynd af sér á Instagram þurfti leikkonan að tækla nettröll sem gagnrýndi hana fyrir birtinguna. 

Myndin, sem sýnir hina 56 ára Berry nakta á svölum að sötra vínglas á sólríkum degi, virðist hafa farið í fínustu taugarnar á sumum síðastliðinn laugardag. 

„Ímyndaðu þér að vera á sextugsaldri og enn að birta nektarmyndir til að fá athygli. Þú ert búin að ganga í gegnum tíðahvörf og átt að vera að slappa af með barnabörnunum,“ skrifaði einn gagnrýnandi Berry í tísti sem nú hefur verið eytt. 

Berry tók sig til og gantaðist með skilaboðin og sagði: „Vissuð þið að hjarta rækjunnar er staðsett í höfðinu á henni?“

Leikkonan eyddi tístinu fljótlega eftir birtingu en ekki áður en hún fékk lof frá nokkrum af Hollywood-vinum sínum. 

„Þú vannst internetið í dag með þessu,“ svaraði leikkonan, Audra McDonald.

View this post on Instagram

A post shared by Halle Berry (@halleberry)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar