Fyrrverandi ungfrú alheimur trúlofuð

Olivia Culpo ásamt unnusta sínum, Christian McCaffrey.
Olivia Culpo ásamt unnusta sínum, Christian McCaffrey. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Olivia Culpo og NFL-stjarnan Christian McCaffrey eru trúlofuð eftir fjögurra ára samband. 

McCaffrey ákvað að fara á skeljarnar hinn 4. febrúar síðastliðinn á meðan parið var í fríi í Utah í Bandaríkjunum. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau birtu fallega myndaseríu frá bónorðinu.

Culpo og McCaffrey byrjuðu saman í maí 2019, en sögusagnir um samdrátt þeirra fóru á flug eftir að McCaffrey líkaði við mynd sem Culpo deildi á Instagram. Nokkrum mánuðum síðar sáust þau í rómantísku fríi í Mexíkó. 

Culpo var áður með NFL-leikmanninum Danny Amendola, en þau hættu saman eftir að hann hélt fram hjá henni.

Segir McCaffrey vera öðruvísi

Þrátt fyrir nokkur mislukkuð sambönd Culpo við íþróttamenn sagðist hún vera tilbúin að brjóta regluna sína um að fara ekki á stefnumót með íþróttamönnum eftir að hún kynntist McCaffrey þar sem hann væri einstakur. 

„Hann er bara bestur. Mér finnst eins og hann sé í raun allt sem ég gæti nokkurn tímann beðið um. Þannig að ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af neinu. Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að ég vildi ekki vera með íþróttamönnum. Án þess að vilja móðga aðra, þá hafa þeir ákveðið orðspor,“ sagði hún í samtali við Entertainment Tonight

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar