Leikkonan Millie Bobby Brown trúlofaðist kærasta sínum, Jake Bongiovi, á dögunum eftir rúmlega tveggja ára samband.
Stranger Things-leikkonan, sem er 19 ára gömul, tilkynnti fréttirnar með færslu á Instagram en þar sést hún skælbrosandi í faðmi nýja unnusta síns og með stóran demant á baugfingri.
Við færsluna skrifaði Brown: „Ég hef elskað þig yfir þrjú sumur núna, elskan, ég vil öll sem eftir eru.“
Brown kynnti Bongiovi fyrir 62,7 milljónum fylgjenda sinna í júní 2021 en hann er sonur hins goðsagnakennda rokkara Jon Bon Jovi.