Taylor Swift hætt með kærastanum

Tónlistarkonan Taylor Swift er á lausu.
Tónlistarkonan Taylor Swift er á lausu. AMY SUSSMAN

Tónlistarkonan Taylor Swift og leikarinn Joe Alwyn eru hætt saman eftir rúmlega sex ára samband. 

Að því er fram kemur á Page Six áttu sambandsslitin sér stað fyrir nokkrum vikum, en Swift og Alwyn eru þó enn vinir. Þá eru sambandsslitin ekki sögð hafa verið dramatísk.

Swift og Alwyn kynntust á Met Gala-hátíðinni árið 2016 og byrjuðu saman nokkrum mánuðum síðar. Þau opinberuðu samband sitt þó ekki fyrr en árið 2017 og hafa haldið rómantík sinni fjarri sviðsljósinu síðan.

Sögusagnir um trúlofun Swift og Alwyn hafa verið á sveimi í nokkur ár, en þær hafa þó aldrei verið staðfestar. Í heimildarmynd Swift sem kom út á Netflix árið 2020, Miss Americana, virtist Swift bera trúlofunarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir