Fagnaði 58 árum með nektarmynd

Fyrirsætan Paulina Porizkova fagnaði á dögunum 58 ára afmæli sínu.
Fyrirsætan Paulina Porizkova fagnaði á dögunum 58 ára afmæli sínu. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Paulina Porizkova hélt upp á 58 ára afmælið sitt síðastliðinn sunnudag. Hún fagnaði hækkandi aldri eins og henni einni er lagið, með nektarmynd á Instagram. 

„Ég byrjaði mitt 58. ár með engu nema sólskini og brosi. Og vinin um að það besta eigi enn eftir að koma, og ekkert nema þakklæti fyrir allt sem hefur leitt mig hingað til núsins,“ skrifaði hún við færsluna, en á myndinni lá hún nakin upp í rúmi og hélt á bangsa. 

Gagnrýnin á fegurðartengda aldursfordóma

Aðdáendur voru ekki lengi að hrósa fyrirsætunni fyrir myndbirtinguna þar sem hún skartar gráu hári með stolti. „Ég verð 49 ára á morgun og er dálítið stressuð yfir því ... Þakka þér fyrir að sýna að það er ekki gamalt,“ skrifaði einn aðdáandi við myndina.

Porizkova hefur verið talsmaður þess að sýna hráan raunveruleikan fram yfir glansmyndir. Fyrirsætan hefur einnig talað opinskátt um aldurshyggju og gagnrýnt fegurðartengda fordóma sem beinast að fólki þegar það fer að eldast. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar