Köttur fatahönnuðarins Karls Lagerfeld heitins, Choupette, hefur slegið rækilega í gegn sem fyrirsæta í nýjasta tölublaði tískutímaritsins Vogue.
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell heldur á hinum ástæla Choupette á Parísarbrú í tímaritinu til heiðurs Lagerfeld sem lést 85 ára að aldri árið 2019. Campbell skartar svartri Balmain buxnadragt og hvítri skyrtu til virðingar við hið fræga útlit Lagerfelds.
Choupette, sem er 12 ára, er ekki ókunnugur fyrirsætustörfunum. Hann hefur setið fyrir í fjölmörgum alþjóðlegum útgáfum af Vogue með stjörnum á borð við Kendall Jenner, Lindu Evangelista og Gisele Bündchen.
Kötturinn er af tegundinni Birman og er sagður hafa verið númer eitt, tvö og þrjú í lífi fatahönnuðarins. Hann var einn allra nánasti vinur Lagerfeld og talið er að kötturinn hafi verið einn af þeim sem erfðu auðæfi hönnuðarins þegar hann lést.