Leikarinn úr Babe bjargar Babe

James Cromwell gerðist aðgerðarsinni eftir leik sinni í myndinni um …
James Cromwell gerðist aðgerðarsinni eftir leik sinni í myndinni um grísinn Babe.

Hinn 83 ára gamli leikari James Cromwell sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk sitt sem bóndinn Arthur Hoggert í myndinni um grísinn Babe, sem hafði þann draum heitastan að vera fjárhundur í samnefndri kvikmynd árið 1995, hefur ættleitt grís.

Cromwell tók upp grænkera-matarræði eftir að hann lék í myndinni og hefur allar götur síðan látið sig málefni veganisma varða og reynt hvað hann getur að kynna mataræðið sem og að berjast gegn grimmd gegn dýrum í krafti frægðar sinnar.

Að sögn Cromwells, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í myndinni, segist hafa áttað sig á því við gerð hennarr að um skynugar skepnur væri að ræða. Í kjölfarið ákvað hann að  neyta ekki dýraafurða og hefur staðið við það undanfarin 28 ár.

Grísinn sem Cromwell ættleiddi féll honum í skaut eftir að hann datt af vöruflutningabifreið sem flutti grísi á milli staða. Grísinn hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Babe og hefur Cromwell komið honum fyrir á griðastað fyrir dýr í ríkinu Pennsylvaníu. 

Þess má geta að í íslensku þýðingunni fékk Babe nafnið Baddi. 

Insider segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar