Leikarinn Jamie Foxx var fluttur með hraði á spítala fyrr í vikunni vegna skyndilegra og dularfullra veikinda.
Dóttir leikarans, Corinne Foxx, birti yfirlýsingu frá fjölskyldunni á Instagram-reikningi sínum. Þar útskýrði hún að pabbi hennar hefði orðið fyrir „læknisfræðilegum kvilla“ í gær og hafi verið fluttur á spítala.
Í yfirlýsingunni kom ekki fram hvers eðlis vandamál Foxx hefði verið, en hann er sagður vera á batavegi og farinn að geta átt í samskiptum við annað fólk.