Myndband sem sýnir heldur óhefðbundnar fimleikaæfingar fyrirsætunnar Ashley Graham hefur farið eins og eldur í sínu um netheima og eflaust glatt marga. Fyrirsætan ákvað að gera kollhnís þegar hún var klædd í leðursamfesting, sem er eflaust ekki sú flík sem gefur mest eftir og endaði æfingin á því að gallinn rifnaði í klofinu.
“Já, ég geri öll mín eigin áhættuatriði,” skrifaði Graham, við myndskeiðið.
Graham brá þegar hún heyrði gallann rifna og datt fram af sófabrúninni í framhaldi. Hún kraup á gólfið til þess að sjá hvað gerðist og sést stórt gat í klofi gallans og skín einnig í bláar nærbuxur hennar.
Fylgjendur fyrirsætunnar voru heldur betur hrifnir af myndbandinu og hafa margir skrifað við færsluna. “Fötin þín urðu bara of spennt að vera svona nálægt þér!” skrifaði einn.
Graham, sem hefur alltaf verið talsmaður þess að sýna raunveruleikann á samfélagsmiðlum, hvort sem það snýr að því að sýna húðslit, afleiðingar brjóstagjafar eða segja hreinskilið frá móðurhlutverkinu var þar af leiðandi ekkert að fela þetta skondna augnablik fyrir fylgjendum sínum.
@theashleygraham Yes, I do all my own stunts
♬ original sound - andrea