VÖK hitar upp fyrir Backstreet Boys

Hljómsveitin VÖK hitar upp fyrir Backstreet Boys.
Hljómsveitin VÖK hitar upp fyrir Backstreet Boys. Ljósmynd/Dóra Dúna

Bandaríska hljómsveitin Backstreet Boys verður með tónleika í Nýju-Höllinni 28. apríl. Til þess að hita upp fyrir þetta vinsæla strákaband hefur íslenska hljómsveitin VÖK verið ræst út til að skapa sem besta stemningu. 

VÖK hóf göngu sína í Músíktilraunum þegar þau unnu fyrsta sætið árið 2013. Sveitin hefur síðan þá verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og verið á stanslausu tónleikaferðalagi um allan heim undanfarin ár. Hafa plötur þeirra hlotið lof tónlistarunnenda um allan heim. Hljómsveitin fagnar tíu ára afmæli sínu með sínum fyrstu stórtónleikum sem fara fram í Eldborg í Hörpu 7. október. 

Backstreet Boys er hinsvegar töluvert eldri því hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli í apríl með því að hefja nýjan heimstúr sinn og það á Íslandi. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar