Tímaritið Time gaf út sinn árlega lista yfir þá „100 áhrifamestu í heimi“ í gær, fimmtudag.
Á hverju ári heiðrar fjölmiðillinn þá 100 einstaklinga sem hann telur hafa haft áhrif og veitt öðrum innblástur á síðastliðnu ári.
Listinn í ár inniheldur grínista, íþróttastjörnur, rithöfunda, leikara og aðra þekkta áhrifamenn. Ásamt nöfnum þeirra má finna lofsamleg orð frá samstarfsmönnum og vinum um það af hverju þau eigi skilið að vera á lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heimi.
Á listanum má meðal annars finna Doja Cat, Michael B. Jordan og Jennifer Coolidge.