Andlát: Árni Tryggvason

Árni Tryggvason er látinn.
Árni Tryggvason er látinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Tryggvason leikari er látinn 99 ára að aldri. Sonur hans, leikarinn Örn Árnason, greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Árni var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.

Árið 2016 hlaut Árni heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. 

Lék hann í fjölda leikrita á ferli sínum en einnig kvikmyndum. Þá er hans sérstaklega minnst fyrir að hafa farið með hlutverk Lilla klifurmús í leikritinu um Dýrin í Hálsaskógi. 

„Tjaldið fallið í síðasta sinn“

„Þá er tjaldið fallið í síðasta sinn hjá pabba okkar Árna Tryggvasyni leikara. Hann kvaddi þennan heim í hádeginu þann 13. apríl uppi á Eir, sem var hans dvalarstaður og foreldra okkar hin síðustu ár.

Pabbi fæddist 19 janúar 1924 og náði því að verða 9f9 ára gamall. Mamma lést í júlí á síðasta ári, 94 ára og nú dansa þau loksins valsinn sinn saman. Kærar þakkir til Eirar fyrir umönnun foreldra okkar hin síðustu ár.

Pabbi var alla tíð mikil aðdáandi Samuels Becketts leikritaskálds og lék tvisvar í leikriti hans Beðið eftir Godot sem hann hafði miklar mætur á. Beckett fæddist 13. apríl og pabbi okkar dó 13. apríl. Godot kallar menn til sín þegar tíminn er kominn. Hann var 13. apríl fyrir pabba,“ skrifar Örn um föður sinn. 

Árni þegar hann tók við heiðursverðlaununum árið 2016.
Árni þegar hann tók við heiðursverðlaununum árið 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni fæddist í Syðri-Vík í Árskógsstrandarhreppi 19. janúar árið 1924. Hann lauk námi frá Alþýðuskólanum að Laugum 1943, stundaði nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og lauk þaðan prófi 1948. 

Hann var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1947-61, við Þjóðleikhúsið 1961-91 og hélt áfram að leika eftir það. 

Árni kvæntist Kristínu Nikulásdóttur á annan dag jóla árið 1948. Hún lést á síðasta ári. Börn Árna og Kristínar eru Svanlaug Halldóra, Jónína Margrét og Örn.

Kristín Nikulásdóttir og Árni Tryggvason. Kristín lést á síðasta ári, …
Kristín Nikulásdóttir og Árni Tryggvason. Kristín lést á síðasta ári, 94 ára gömul. mbl.is/Kristján Kristjánsson

„Alltaf Lilli klifurmús í mínum huga“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður minnist Árna í fallegri færslu á Facebook. Þar segir hann Árna hafa verið Lilla klifurmús fyrir sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxinn upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Nálgastu þá sem þig langar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
2
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxinn upp úr því sem þú hélst að þig langaði í. Nálgastu þá sem þig langar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Carla Kovach
2
Steindór Ívarsson
4
Ragnar Jónasson
Loka