Yellowstone–leikararnir Ryan Bingham og Hassie Harrison opinberuðu samband sitt á Instagram á miðvikudaginn. Bingham deildi mynd sem sýnir parið kyssast fyrir framan logandi bál sem á mögulega að tákna eldheitar tilfinningar parsins til hvors annars.
Bingham, skrifaði við færsluna: „Meira en neisti.“ Og Harrison var fljót að setja inn athugasemd og skrifaði: „Ég elska þig, kúreki,“ sem er mjög mikið í anda þáttanna.