Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar Blink-182 munu sameinast á ný og spila á tónlistarhátíðinni Coachella sem haldin verður í apríl í Kaliforníu, Bandaríkjunum.
Þetta verður í fyrsta sinn sem upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Mark Hoppus, Travis Barker og Tom DeLonge, koma saman á sviði síðan gítarleikarinn DeLonge yfirgaf bandið árið 2014.
Þetta var tilkynnt óvænt á Instagram síðastliðinn miðvikudag með yfirskriftinni: „Farðu úr buxunum og jakkanum“ sem vísar til plötu hljómsveitarinnar frá 2001.
Hljómsveitarmeðlimirnir áttu upphaflega að koma saman í tónleikaferð hinn 11. mars síðastliðinn, en ferðalaginu var frestað eftir að Barker slasaðist á vinstri baugfingri. „Ég var að spila á trommur á æfingu í gær og sló fingrinum svo fast í að hann fór úr lið og ég sleit liðböndin,“ tísti trommarinn í febrúar.